24 April 2009

Sessilee


Sessilee Lopez er, einsog maður segir, the-it-girl í dag. Hún er Afrísk-Amerískt módel og starfar fyrir umboðsskrifstofuna Major Model Management. Hún er tuttugu ára (fædd 4. janúar, 1989) og býr í New York í dag. Hún skrifar blogg (http://sessileelopez.blogspot.com/) þar sem hún birtir myndir af sér (sem eru í öllu frægustu tímaritum heims, einsog HARPER'S BAZAAR, VOGUE ofl.) Þessi myndasería af henni er úr VOGUE ITALIA.


21 April 2009

Topshop, ég elska þig

Ef ég ætti smá pening núna þá færi ég líklegast í Topshop og eyddi honum í nokkrar flíkur af nýju vörunum þeirra. Þær eru æði. Ég mátaði rósótta marglitaða kjólinn sem er á mynd hér að neðan, og hann er geðveikur. Því miður var hann ekki til í minni stærð en ég fann mér annan kjól frá þeim. Ég myndi kíkja á vörurnar í annaðhvort Topshop Kringlunni, Smáralind eða á www.topshop.com.

16 April 2009

Vogue Maí 2009

Þessar myndir eru teknar af David Sims og eru birtar í Vogue US May 2009


15 April 2009

Gallastuttbuxur
Mig var búið að langa í gallastuttbuxur í langan tíma en ég hafði ekki séð neinar í búðunum. Ég fór því á kílóa markað Spútnik á Laugarveginum fyrir nokkrum vikum síðan og keypti þar gamlar notaðar Levi´s buxur. Ég klippti skálmarna af og bretti upp á endana á þeim og þar sem þær voru allt of stórar á mig, þá hanga þær skemmtilega á mjöðmunum og eru dáldið víðar og pokalegar, alveg einsog ég vildi þær.
Þegar ég fór í Kringluna í gær sá ég varla annað en gallastuttbuxur í öllum búðum sem ég fór í. Þær voru flottastar í Zöru og TopShop og voru nánast alveg eins og mínar, og kostuðu um 6 til 8 þúsund krónur. Ég held að margar stelpur verði í þessum stuttbuxum í sumar enda passa þær við allt og eru alltaf flottar. En hins vegar mæli ég með fyrir þær sem vilja spara pínu pening, að kaupa notaðar gallabuxur í vintage búðunum eða jafnvel kolaportinu og gera þetta heima sjálf. Þá getur maður ráðið síddinni sjálf og notað peninginn sem maður sparaði í eithvað annað skemmtilegt.

11 April 2009

Donna Karan skór


Ég var að skoða a/w 09 línuna frá Donna Karan og sá þessi skópör sem ég gæti alveg hugsað mér að eignast fyrir haustið.

10 April 2009

Fleginn skyrta
Ég er að velta því fyrir mér í hverju ég á að vera í í kvöld. Ég er að fara í matarboð hjá vinkonu minni og svo verður smá party eftir matinn. Þegar ég sá þessar myndir fékk ég mikinn innblástur og ég fékk nokkrar hugmyndir um hverju ég get klæðst. Ég var að pæla að fara í nýju Dr. Denim gallabuxurnar mínar og flegna vintage silki skyrtu sem ég keypti í Belgíu og háa platform skó. Ég ætla að athuga hvernig þetta kemur út og kanna hvort skyrtan sé óviðeignadi-fleginn fyrir matarboð.

06 April 2009

Pallíettu jakki
Mig langar ótrúlega mikið í flottann glimmer-pallíettu jakka. Ég hef ekki enn fundið neinn hér á landi svo spurningin er hvort maður taki gamlann svartan jakka og fari að sauma pallíettur á hann ? Það gæti tekið smá tíma að sauma þær á, en alveg þess virði að vinna í.

Magabolireru magabolir að koma aftur í tísku ? Ef svo er þá þarf ég að fara að taka vel á í World Class.