26 August 2009

Sumar í Stokkhólmi 2


Ég vildi að það væri jafn gott verður hér í Reykjavíkinni eins og er í Stokkhólmi núna. http://stockholmstreetstyle.feber.se/

20 August 2009

BodysuitÉg elska samfellur eða Bodysuit. Ég keypti mér eina svoleiðins í gær í vintage búðinni Nostalgiu á Laugarveginum. Hún er úr flannel efni og er síðerma og með smellu í klofinu og er G-strengs í rassinn. Ég er búin að leita mér lengi að svona samfellu og var búin að finna eina í Topshop sem var úr blúnduefni en ég sá ekki nógu góð not í henni, þó svo að hún var geðveikt flott og þá sérstaklega ef maður væri einungis í brjóstahaldara innanundir, en ég er ekki alveg svo hugrökk. En þessi sem ég keypti er hægt að nota við hvað sem er. Hún er rosa flott við mittisháu leðurstuttbuxurnar sem ég keypti með, og við gallapils og gallabuxur. Svo gæti ég náttúrulega bara farið í hlaupabuxurnar mínar innanundir og tekið Jane Fonda-style í ræktinni !

17 August 2009

Anne-Sofie Madsen

Í síðustu viku sýndi útskriftarneminn (úr Danska hönnunarskólanum), Anne-Sofie Madsen nýjustu línu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Mér finnst ótrúlega fallegt hvernig fötin liggja á líkamanum, hvernig þau draga fram kvenlegan vöxt á kynþokkafullan, en samt sen áður á munúðarlegan hátt.
16 August 2009

Blátt og svartBuxurLoeffler Randall

Loeffler Randall Haust 09
Ég elska þessa mildu liti, hnésokkana, ullarefnið og skórnir eru æðislegir.


12 August 2009

Lanvin Homme
Lucas Ossendrijver - fashion designer
at his studio at lanvin homme - paris - aug 5th 2009
www.theselby.com

07 August 2009

Harness boots

Þessi nýju Sam Edelman Zoe ´Harness´ öklastígvél er að finna á ebay. 6 eru búnir að bjóða í þau og eru þau komin upp í 350 dollara sem eru tæplega 45.000 kr í dag. Uppboðinu lýkur á mánudaginn og ég býst við að þeir fari á töluvert hærra verði, enda eru þetta æðisleg stígvél.