15 April 2009

Gallastuttbuxur
Mig var búið að langa í gallastuttbuxur í langan tíma en ég hafði ekki séð neinar í búðunum. Ég fór því á kílóa markað Spútnik á Laugarveginum fyrir nokkrum vikum síðan og keypti þar gamlar notaðar Levi´s buxur. Ég klippti skálmarna af og bretti upp á endana á þeim og þar sem þær voru allt of stórar á mig, þá hanga þær skemmtilega á mjöðmunum og eru dáldið víðar og pokalegar, alveg einsog ég vildi þær.
Þegar ég fór í Kringluna í gær sá ég varla annað en gallastuttbuxur í öllum búðum sem ég fór í. Þær voru flottastar í Zöru og TopShop og voru nánast alveg eins og mínar, og kostuðu um 6 til 8 þúsund krónur. Ég held að margar stelpur verði í þessum stuttbuxum í sumar enda passa þær við allt og eru alltaf flottar. En hins vegar mæli ég með fyrir þær sem vilja spara pínu pening, að kaupa notaðar gallabuxur í vintage búðunum eða jafnvel kolaportinu og gera þetta heima sjálf. Þá getur maður ráðið síddinni sjálf og notað peninginn sem maður sparaði í eithvað annað skemmtilegt.

No comments:

Post a Comment