31 July 2009

Nú má allt sjást

Nú má enginn vera spéhræddur því nú á allt að sjást. Ég elska see-through tískuna sem er í gangi núna. Gagnsæjir kjólar, gagnsæ pils, bodysuits, tættar buxur og tættir bolir með reimum, klipptir kjólar, blúndu sokkabuxur, blúnduleggings og allt má blanda við gallaefni og leður. Geðveikt að vera í flottum see-through síðermabol og vera í fallegum brjóstahaldara með blúndum innanundir, eða hlýralausaum brjóstahaldara með 60´s sniði. Svo má líka vera í neonlituðum undirfötum undir svartan eða hvítan bodysuit og fara í svo flott leðurpils yfir, hára gallabuxur eða svartar leðurbuxur. Blúndusokkabuxur eru alltaf fallegar við háhælaða sandala reimaða upp til að draga fram mynstrið í sokkabuxunum. Ef maður er í gagnsæjum kjól og og þunnum sokkabuxum er ótrúlega flott að vera í ökklaháum stígvélum með þunnum hæl. Gott er að blanda íhaldsmeirum efnum við gagnsæ efni einsog ég nefndi leður og gallaefni og einnig flauel og flannel. Til að hafa gagnsæju flíkina ótrúlega elegant er fallegt að blanda silki og satíni við en passa að það verði ekki of nærfatalegt.
Ég mæli með að næla sér í falleg undirföt í La Senza til að láta sjást undir gagnsæju fötin. Algjört möst er að eiga brjóstahaldara sem er see-through á hliðunum með mjóum hlýrum og mjóu bandi í bakið. Einnig að eiga falleg sokkabönd og fá sér háa sokka (15 eða 30 den frá Oroblu) sem eru til í svörtu og hvítu með eða án blúndu að ofan.









No comments:

Post a Comment