Myndirnar hér að neðan eru af Pirelli verkefni 2006 og eru teknar af tvíeykinu Mert Alas og Marcus Piggo sem sérhæfa sig í að taka kvenmanns portrait myndir. Þema verkefnisins er frelsi og tálnun, libres et puissantes, myndað í sixtís-stíl og eru flest allar svart-hvítar. Myndirnar voru teknar á frönsku riverunni. Módelin sex (Jennifer Lopez, Giselle Bundchen, Guinevere Van Seenus, Kate Moss, Karen Elson og Natalia Vodianova) áttu þar að nota frægð sína og fegurð til að tjá á frjálslegan hátt það vald sem þær hafa, og réðu þær hvenir þær notuðu líkama sinn til að túlka það. Myndirnar eru djarfar og erótískar, og elegant í senn.
Ég birti ekki allar myndirnar en ég mæli með að kíkja á síðu Pirelli Calendar og skoða öll verkefnin.













No comments:
Post a Comment