11 July 2009

Pirelli Calendar 2006

Pirelli Calendar er verkefni sem hefur staðið yfir í meira en 40 ár og er partur af verkum Parísar skólans. Ljósmyndir Pirelli Calendar er ávalt af gullfallegum konum og teknar af færustu ljósmyndurum heims. Á heimasíðu Pirelli Calendar (www.pirellical.com) er hægt að skoða öll verkin frá upphafi, 1964 og eru þessar ljósmyndir alveg ótrúlegar!
Myndirnar hér að neðan eru af Pirelli verkefni 2006 og eru teknar af tvíeykinu Mert Alas og Marcus Piggo sem sérhæfa sig í að taka kvenmanns portrait myndir. Þema verkefnisins er frelsi og tálnun, libres et puissantes, myndað í sixtís-stíl og eru flest allar svart-hvítar. Myndirnar voru teknar á frönsku riverunni. Módelin sex (Jennifer Lopez, Giselle Bundchen, Guinevere Van Seenus, Kate Moss, Karen Elson og Natalia Vodianova) áttu þar að nota frægð sína og fegurð til að tjá á frjálslegan hátt það vald sem þær hafa, og réðu þær hvenir þær notuðu líkama sinn til að túlka það. Myndirnar eru djarfar og erótískar, og elegant í senn.
Ég birti ekki allar myndirnar en ég mæli með að kíkja á síðu Pirelli Calendar og skoða öll verkefnin.














No comments:

Post a Comment