20 August 2009

Bodysuit











Ég elska samfellur eða Bodysuit. Ég keypti mér eina svoleiðins í gær í vintage búðinni Nostalgiu á Laugarveginum. Hún er úr flannel efni og er síðerma og með smellu í klofinu og er G-strengs í rassinn. Ég er búin að leita mér lengi að svona samfellu og var búin að finna eina í Topshop sem var úr blúnduefni en ég sá ekki nógu góð not í henni, þó svo að hún var geðveikt flott og þá sérstaklega ef maður væri einungis í brjóstahaldara innanundir, en ég er ekki alveg svo hugrökk. En þessi sem ég keypti er hægt að nota við hvað sem er. Hún er rosa flott við mittisháu leðurstuttbuxurnar sem ég keypti með, og við gallapils og gallabuxur. Svo gæti ég náttúrulega bara farið í hlaupabuxurnar mínar innanundir og tekið Jane Fonda-style í ræktinni !

No comments:

Post a Comment