Þegar ég gekk niður Barónsstíg í gærkvöldi með vindinn blásandi á móti mér og með hverju skrefi fann ég hvernig kuldinn hríslaðist að mér, þá gat ég ekki hugsað um annað en gráa ullarkjólinn minn sem liggur í hrúgu aftast í fataskáppnum mínum. Ég taldi að nú væri tími til að taka hann upp og hrissta í hann lífi með því að kaupa mér fallega trefil og nýja hnésokka við hann.
Það sem ég elska mest við ullarfatnað, fyrir utan hvað þær eru ofboðslega hentugar fyrir íslensk veðurfar, er það hvað ullin fer vel við öll önnur efni. Einsog við ullarkjóla og síðar prjónapeysur er svo flott að vera í skrautlegum sokkabuxum og leggings. Það sem mér finnst lang flottast núna er að vera í leggings sem eru blandaðar úr mismunandi efnum, einsog til dæmis plasti og teygjuefni sem er fullkomið við grófprjónaða ullarpeysu. En við þunnar ullartreyjur og fíngerðar prjónapeysur finnst mér fullkomið að vera í skyrtum undir, hvort sem þær eru venjulegar bómullarskyrtur, silkiskyrtur eða gagnsæjar skyrtur. En það sem mér finnst allraflottast í blandi við ullina er leður. Kannski er það af því að mér finnst leður flott með öllu, en að vera með fallega leðurtösku eða veski og í töff grófum leðurstígvélum við þykka ullarpeysu er algjörlega lúkkið sem allir ættu að tileinka sér í vetur.
No comments:
Post a Comment