06 October 2009

Víðar buxur

























Mig er svo lengi búið að langa í víðar og mittisháar buxur og þá helst í hálfgerðu herrafatasniði. Mig langar að hafa þær helst úr léttu efni einsog silki, satíni eða hör. Ég hef stundum rekist á þessar víðu teygju buxur sem all margar stelpur eru í en mér finnst snið buxnanna oft týnast í teygjuefninu og þær eru ekki akkurat þær sem ég er að leita af. Ég prufaði einnig að vefja EMAMI kjólnum mínum sem ég fékk gefins um daginn, í einhverskonar buxur, en það var engan veginn að gera sig. Ég var hálf týnd í öllu efninu.
En hvað um það, þá hef ég gert mikla leit af þessum buxum og ég virðist ekki hafa fundið þær réttu. Mig langar að hafa þær dáldið síðar svo ég geti brett upp á enda buxnana og haft þær dáldið loose og frjálsar og þannig væru þær fullkomnar við stingandi pinnahæla.

Source: vanessajackman

No comments:

Post a Comment