Ég tók ekki mikið af myndum á Airwaves hátíðinni bara hreynlega af því að ég var að skemmta mér of vel. Ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu í Reykjavík. Fólk var í svo góðu skapi, mikið af túristum sem lífgaði uppá bæjinn, ótrúlega mikið að Off Venue atburðum á daginn, gott veður (eða svona einsog það gerist best í Október), ótrúlega mikið af góðum tónleikum og andrúmsloftið var bara hreinlega frábært. Tveggja tíma biðröðin eftir miða Kings of Convenience var algjörlega þess virði enda eru þetta bestu tónleikar sem ég hef farið á. Svo var það ekki verra að sitja á fremsta bekk. Útidúr voru einnig mjög skemmtileg og ég sá þau á fimmtudagskvöldinu, og Vinnie Who voru frábær á föstudagskvöldinu. Trentemøller stóð fyrir sínu enda hef ég verið aðdáandi hans í langan tíma. Því miður komst ég svo ekki á GusGus á sunnudaginn enda var ég uppgefin eftir fjögurra daga djamm. Núna er það bara að telja niðrí hátíðina á næsta ári. Ég get ekki beðið !
No comments:
Post a Comment