Í a/w o8-09 sýningu Chanel sá ég fyrst þessar two-toned tights. Í fyrstu virðast þær vera venjulegar ljósar sokkabuxur, en svo í stuttum snúningi módelanna kom í ljós þessi þykka svarta rönd aftaná sokkabuxunum. Mér fannst þetta frekar skrítið í fyrstu og velti því fyrir mér hvernig maður ætti að finna bæði kjól og skó sem passa við hvora hliðina, en núna finnst mér gaman að sjá hvernig stelpur mixa fötin skemmtilega "rangt" við sokkabuxurnar. Að sjálfsögðu eru fæstar stelpur í alvöru Chanel sokkabuxum en það er hægt að fá mjög flottar eftirlíkingar núna. Mig langar að fá mér par og tvinna þær skemmtilega í blandi við fötin mín og hafa smá tilbreytingu frá svörtu venjulegu sokkabuxunum.
No comments:
Post a Comment