03 November 2009

Annie Hall lookÉg elska Woody Allen og hans skríngilega húmor. Það eru komin nokkur ár síðan ég sá Annie Hall og það er kominn tími á að horfa á hana aftur. Mig hefur alltaf langað að eignast safn af bíómyndum og kaupa þá bara þær myndir sem mér finnast virkilega góðar og ég veit að ég vil eiga og geta horft á aftur. Mér finnst gott kvikmyndasafn jafn verðmætt og að eiga safn af góðum plötum og bókum. Og þar sem ég er komin með ágætis "safn" af þeim síðari nefndum þá held ég að það sé kominn tími á kvikmyndirnar. Ég á nú bara 2 myndir einsog er og það eru myndirnar Virgin Suicides og Le fabuleux destin d'Amélie Poulain. Næst verður það Woody Allen safnið sem ég ætla að fjárfesta í og seinna meir í Tarantino.


Source: Mr. Newton

No comments:

Post a Comment