28 September 2009

Brothers Bloom

Ég sá bíómyndina Brothers Bloom í gær og ég verð að segja að hún fer á topp 10 listan yfir bestu myndir ársins að mínu mati. Oft þegar ég sé myndir sem ég er alveg gjörsamlega heilluð af, er ég samt oft svekkt yfir því hvað stíllinn og tískan týnist í frábæru handriti mynda. Til dæmis þegar ég fór á myndina Public Enemy í sumar, þá gat ég ekki beðið eftir að sjá allt 30´s glamourið. Alla flottu kjólana og skartgripina, loðfeldina í blandi við satínið og demanta, en varð svo fyrir miklum vonbrigðum að fá ekki að sjá mikið af því í myndinni þó svo að mér fannst myndartakan og hljóðið alveg stórkostlegt. En það kom mér svo á óvart hversu flott föt voru í myndinni Brothers Bloom og hvað það var gert mikið upp úr stílnum og fallega umhverfinu. Og þá var karakterinn Bang Bang í mínu mestu eftirlæti og allir hanskarnir sem hún var með í myndinni.









1 comment:

  1. frábærar svona myndir þar sem maður fær ótrúlegan inspirasjón úr stílnum.

    annars hafði ég ekki heyrt um þessa mynd. kíkti á trailerinn, virkar góð.

    ReplyDelete