31 July 2009

Nú má allt sjást

Nú má enginn vera spéhræddur því nú á allt að sjást. Ég elska see-through tískuna sem er í gangi núna. Gagnsæjir kjólar, gagnsæ pils, bodysuits, tættar buxur og tættir bolir með reimum, klipptir kjólar, blúndu sokkabuxur, blúnduleggings og allt má blanda við gallaefni og leður. Geðveikt að vera í flottum see-through síðermabol og vera í fallegum brjóstahaldara með blúndum innanundir, eða hlýralausaum brjóstahaldara með 60´s sniði. Svo má líka vera í neonlituðum undirfötum undir svartan eða hvítan bodysuit og fara í svo flott leðurpils yfir, hára gallabuxur eða svartar leðurbuxur. Blúndusokkabuxur eru alltaf fallegar við háhælaða sandala reimaða upp til að draga fram mynstrið í sokkabuxunum. Ef maður er í gagnsæjum kjól og og þunnum sokkabuxum er ótrúlega flott að vera í ökklaháum stígvélum með þunnum hæl. Gott er að blanda íhaldsmeirum efnum við gagnsæ efni einsog ég nefndi leður og gallaefni og einnig flauel og flannel. Til að hafa gagnsæju flíkina ótrúlega elegant er fallegt að blanda silki og satíni við en passa að það verði ekki of nærfatalegt.
Ég mæli með að næla sér í falleg undirföt í La Senza til að láta sjást undir gagnsæju fötin. Algjört möst er að eiga brjóstahaldara sem er see-through á hliðunum með mjóum hlýrum og mjóu bandi í bakið. Einnig að eiga falleg sokkabönd og fá sér háa sokka (15 eða 30 den frá Oroblu) sem eru til í svörtu og hvítu með eða án blúndu að ofan.









29 July 2009

Bók


Nú ætla ég að setjast niður og lesa góða bók.

11 July 2009

Pirelli Calendar 2006

Pirelli Calendar er verkefni sem hefur staðið yfir í meira en 40 ár og er partur af verkum Parísar skólans. Ljósmyndir Pirelli Calendar er ávalt af gullfallegum konum og teknar af færustu ljósmyndurum heims. Á heimasíðu Pirelli Calendar (www.pirellical.com) er hægt að skoða öll verkin frá upphafi, 1964 og eru þessar ljósmyndir alveg ótrúlegar!
Myndirnar hér að neðan eru af Pirelli verkefni 2006 og eru teknar af tvíeykinu Mert Alas og Marcus Piggo sem sérhæfa sig í að taka kvenmanns portrait myndir. Þema verkefnisins er frelsi og tálnun, libres et puissantes, myndað í sixtís-stíl og eru flest allar svart-hvítar. Myndirnar voru teknar á frönsku riverunni. Módelin sex (Jennifer Lopez, Giselle Bundchen, Guinevere Van Seenus, Kate Moss, Karen Elson og Natalia Vodianova) áttu þar að nota frægð sína og fegurð til að tjá á frjálslegan hátt það vald sem þær hafa, og réðu þær hvenir þær notuðu líkama sinn til að túlka það. Myndirnar eru djarfar og erótískar, og elegant í senn.
Ég birti ekki allar myndirnar en ég mæli með að kíkja á síðu Pirelli Calendar og skoða öll verkefnin.